Notaleg jólasögustund

Laugardaginn 28. nóvember kl. 11.30 er notaleg jólasögustund með Höllu Karen í streymi.

Í þetta sinn verður lesið upp úr bókinni Grýlu eftir Gunnar Helgason og sungin jólalög.

Streymt verður af Facebook síðu Bókasafns Reykjanesbæjar. 

Sögustundir Höllu Karenar hafa notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og er hún á dagskrá í bókasafninu síðasta laugardag hvers mánaðar. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna.