Lestrarátak Ævars Vísindamanns –Fjölskylduáskorun í Bókasafni Reykjanesbæjar

Lestrarátak Ævars Vísindamanns 2019 er hafið og Bókasafn Reykjanesbæjar í samstarfi við FFGÍR (regnhlífarsamtök foreldrafélaga grunnskóla í Reykanesbæ) stendur fyrir sérstakri fjölskylduáskorun 28. janúar – 1. mars.

Fjölskyldan getur skráð sig til leiks með því að fylla út þátttökumiða og skila honum í Bókasafni Reykjanesbæjar. Eina skilyrðið er að barn/börn á heimilinu séu skráðir þátttakendur í Lestrarátaki Ævars Vísindamanns sem fer fram í öllum skólabókasöfnum Reykjanesbæjar 1. janúar – 1. mars.

Fjölskyldan les saman:

  • Foreldrar eru helstu lestrarfyrirmyndir barnanna sinna og hvetjum við foreldra til þess að:
  • Lesa bækur að eigin vali í kringum börnin sín
  • Lesa kafla úr bók barnanna sinna
  • Hafa afmarkaða lestrarstund á hverjum degi þar sem allir fjölskyldumeðlimir lesa á sama tím
  • Láta börnin lesa upphátt á meðan kvöldmaturinn er eldaður
  • Búa til leiki í kringum lestur barnanna

Skráðu fjölskylduna til leiks og þið eruð komin í pottinn! Fjöldinn allur af spennandi vinningum í boði sem dregnir verða út 1. mars.