Leshringur: Litla bókabúðin í hálöndunum

Þriðjudagskvöldið 17. apríl klukkan 20.00 hittist Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar í safninu.

 
Að þessu sinni verður fjallað um bókina Litla bókabúðin í hálöndunum eftir Jenny Colgan.
 
Sagan fjallar um Ninu Redmond sem býr í Birmingham og vinnur þar í bókasafni. Hennar keppikefli í vinnuni er að finna réttu bækurnar fyrir gesti safnsins. Hagræðing í rekstri safnsins verður til þess að Ninu stendur til boða að taka þátt í nútímavæðingu safnsins eða að elta drauminn um að opna eigin bókabúð. Hún ákveður að láta drauminn rætast þegar hún sér sendiferðabíl til sölu í skosku hálöndunum. 
 
Ingunn Snædal þýddi bókina. 
 
Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir, heitt á könnunni.