Leshringur

Leshringur

 

Þriðjudaginn 24. október klukkan 20.00 hittist Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar. Að þessu sinni ræðir hópurinn um bókina Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shaffer og Annie Barrows.  Bókin fjallar um unga konu sem er rithöfundur og leit hennar að efni í nýja skáldsögu. Einn dag fær hún óvænt sendibréf sem hrindir af stað skemmtilegri og spennandi atburðarrás.

 

Allir hjartanlega velkomnir, heitt á könnunni.