Hugleiðsluhádegi

Hugleiðsluhádegi

 

Alla mánudaga í vetur frá klukkan 12:15 - 12:30 verður boðið upp á Hugleiðsluhádegi í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hugleiðsluhádegin fara fram á neðri hæð safnsins í vinnuherbergi sem nefnist Búrið. Þátttakendur þurfa ekkert að taka með sér en pullur og stólar verða á staðnum.

Tímarnir verða ýmist leiddir af Rannveigu Lilju Garðarsdóttur eða Önnu Margréti Ólafsdóttur sem báðar eru menntaðir jógakennarar. 

Ávinningur hugleiðslu er mikill en sannað þykir að hugleiðsla geti meðal annars:

  • dregið úr stressi
  • dregið úr verkjum
  • aukið hamingjutilfinningu
  • dregið úr þunglyndi
  • aukið samkennd
  • aukið einbeitingu og úthald
  • bætt minni

Hér má lesa meira um ávinning hugleiðslu.

 

Tímarnir eru öllum að kostnaðarlausu og það þarf ekki að taka langan tíma til að kyrra hugann og næra hann með orku fyrir daginn.