Foreldramorgunn: Fræðsla um fæðingarþunglyndi

Fræðsla um fæðingarþunglyndi 

 

Fimmtudaginn 15. mars frá klukkan 11 - 12 verður boðið upp á fræðslu frá HSS um einkenni fæðingarþunglyndis. 

Sérfræðingur frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sér um fræðsluna. Fjallað verður um hvað einkennir fæðingarþunglyndi og hvaða úrræði séu í boði. Það er mikilvægt fyrir alla nýbakaða foreldra að vera meðvitaðir og fylgjast með andlegri sem og líkamlegri heilsu.

Allir hjartanlega velkomnir.