Bókabíó - Þegar Trölli stal jólunum

Þegar Trölli stal jólunum

 

Föstudaginn 24. nóvember klukkan 16.30 verður Bókabíó í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Að þessu sinni ætlum við að kynnast ævintýri Dr. Seuss betur um hann Trölla sem stal jólunum. Bókin kom fyrst út á ensku árið 1957 og í íslenskri þýðingu árið 1975 en það var Þorsteinn Valdimarsson sem þýddi.

Theodor Seuss Geisel skrifaði meðal annars hina feykivinsælu sögu um Köttinn með höttinn. 

Kvikmyndin er frá árinu 2000 og fara Jim Carrey, Jeffrey Tambor, Christine Baranski, Bill Irwin og Molly Shannon með aðalhlutverk. Leikstjóri er Ron Howard.

 

Allir hjartanlega velkomnir á fjölskyldustund í aðdraganda jólanna.

Tilboð í Ráðhúskaffi.