Betri heilsa og innihaldsríkara líf - upplestrarkvöld með Sölva Tryggvasyni

Sölvi Tryggvason les upp úr nýrri bók sinni Á eigin skinni fimmtudagskvöldið 24. janúar kl. 20-21 í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Fyrir áratug hrundi heilsa sjónvarpsmannsins Sölva Tryggvasonar bæði líkamlega og andlega. Eftir þrautagöngu milli lækna og annarra sérfræðinga, endalausar rannsóknir og lyfjameðferðir án þess að hann fengi bót meina sinna ákvað hann að taka málin í eigin hendur.

Síðan hefur Sölvi fetað allar mögulegar slóðir í leit að betri heilsu og auknum lífsgæðum. Á þeirri vegferð hefur hann gert nær endalausar tilraunir á sjálfum sér viðvíkjandi mataræði og hreyfingu, föstur, bætiefni, kuldaböð, hugleiðslu, öndunaræfingar, tengingu við náttúru og ótalmargt annað sem snýr að heilsu.

Bókin fjallar um leið Sölva til heilsu á ný, þær fjölbreytilegu tilraunir sem hann gerði á eigin skinni og niðurstöðurnar sem hann komst að.