Samningar

SlökkvibíllMiðvikudaginn 20 febrúar 2013 samþykkti Menningarráð Reykjanesbæjar á fundi sínum samstarfssamning milli Byggðasafns Reykjanes-bæjar og Áhugahóps um sögu slökkviliða á Íslands.

Samningurinn felur m.a. í sér að hópurinn fær inn í Ramma með sýningu á merkum minjum úr þessari sögu.  Sýningin  verður opin eftir samkomulagi en áætlanir eru uppi um að hafa hana opna á föstum tímum að sumri en það verður nánar útfært síðar.