Tónleikar með S.Hel og sýning á myndinni Battleship Potemkin

Bókasafnið á Ljósanótt - S.hel flytur frumsamið verk við myndina Battleship Potemkin 

Föstudaginn 31. ágúst kl. 16-17:30 flytur tónlistarmaðurinn S.hel frumsamið skor við myndina „Battleship Potemkin“ eftir Sergei Eisenstein. Um er að ræða svarthvíta rússneska mynd frá árinu 1925 sem fjallar um uppreisn áhafnar Battleship Potemkin (árið 1906) gegn tsarisma og yfirvöldum. Sergei Eisenstein leikstjóri og höfundur myndarinnar óskaði eftir því að tónlistin yrði endurskrifuð á 20 ára fresti til þess að passa við tíðaranda hvers tíma.

S.hel er 24 ára tónlistarmaður ættaður úr Reykjanesbæ. Píanóið leikur lykilhlutverk í tónlistinni en það er umvafið elektrónískum hljóðheimi. Það mætti flokka S.hel undir electronica og neo-classical stefnum og hefur tónlistinni hans verið líkt við Ólaf Arnalds og Valgeir Sigurðsson. Í mars á þessu ári gaf hann út sína fyrstu EP plötu „Lucid“ á alþjóðlegum degi píanósins.

Öll velkomin - ókeypis inn.