Sumarlestur 2018

Sumarlestur verður í Bókasafni Reykjanesbæjar í allt sumar; fjölbreyttur og skemmtilegur!

 

Sumarlestur er mikilvægur því hann viðheldur og eflir lestrarfærni sem börnin hafa náð í vetur. Eftir langan vetur eru flest börn þó reiðubúin í að breyta til og brjóta upp hina daglegu rútínu. Sumarlestur hefst formlega 1. júní en hægt er að skrá sig strax og í allt sumar.

Sumarlestur bókasafnsins er því gerður skemmtilegur og fjölbreyttur.


Athugið að hljóðbækur eru að sjálfsögðu gildar í sumarlestur!

 

Hér er RAFRÆN SKRÁNING!


Öll börn í grunnskólum Reykjanesbæjar í 1.-5.bekk fá blað með sér heim sem í senn er lestrarbingóspjald og skráningarblað í sumarlestur. Sérlegir lestrarútsendarar Bókasafnsins heimsækja alla grunnskóla Reykjanesbæjar og kynna sumarlesturinn ásamt því að afhenda þeim skráningarblöð. Skráningarblöðum má skila í bókasafn skólans og í Bókasafn Reykjanesbæjar. Börn í 6.-10.bekk fá blöðin með einkunnum í lok skólaárs eða send heim í tölvupósti frá umsjónarkennurum. Skráningarblöð má einnig nálgast í afgreiðslu safnsins sem og fleiri lestrarleikjablöð.

 Allir sem skila komast í pott og Lestrarhestrar verða dregnir út tvisvar sinnum í mánuði í allt sumar og fá lestrarverðlaun. Þegar fyrsta leikjablaðinu hefur verið skilað er hægt að nálgast fleiri í safninu, það verður því hægt að taka þátt í allt sumar og margfalda líkurnar á lestrarvinning!

Mikilvægt er að skila inn fyrsta blaðinu í Bókasafn Reykjanesbæjar og gæta þess að allar upplýsingar fylgi. Boð á uppskeruhátíð í lok sumars verða send út rafrænt.


Í sumar verða sérstakir óvissubókapakkar í boði, en það er upplagt fyrir þá sem vita ekkert hvað þeir eiga að lesa eða vilja fá ferskar hugmyndir. Pakkinn er opnaður og þá koma í ljós bækur sem koma skemmtilega á óvart.


Öll börn fá einnig bókaskrá en henni skila börnin til kennara sinna þegar skólinn byrjar aftur í haust.

Safnið er opið alla virka daga frá klukkan 09.00-18.00 og á laugardögum frá klukkan 11.00-17.00.

Bókasafnsskírteini fyrir 18 ára og yngri eru gjaldfrjáls.

Nánari upplýsingar veitir:

Anna María Cornette, deildarstjóri barna- og unglingastarfs
Netfang: anna.m.cornette@reykjanesbaer.is
Sími: 421 6772