Ritsmiðja með Arndísi Þórarinsdóttur

Vikuna 11.-14. júní, frá kl. 12:30 - 15:00 verður haldin ritsmiðja í Bókasafni reykjanesbæjar með rithöfundinum Arndísi Þórarinsdóttur fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára.

Arndís hefur m.a. skrifað bækurnar Játningar mjólkurfernuskálds og nærbuxnaverksmiðjuna sem kom út á síðasta ári og hefur fengið góðar viðtökur.

Athugið að ritsmiðjan er öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig.

Skráning í afgreiðslu Bókasafns Reykjanesbæjar og HÉR á heimasíðu safnsins.