Prjónahlýja

Prjónahlýja

 

Við í safninu viljum endilega nýta krafta samfélagsins/gesta okkar og okkar sjálfra í góðar gjörðir og ætlum að hefja nýtt verkefni nú í janúar.

 

Í Bókasafni Reykjanesbæjar verður stofnaður prjónahringur sem prjónar vettlinga, sokka og jafnvel húfur fyrir leikskólabörn Reykjanesbæjar. Við könnumst flest við það hversu óþægilegt það er að vera kalt á höndum, fótum og höfði. Litlir vettlingar, sokkar og húfur tínast gjarnan og gleymast. Því viljum við safna saman allri hlýjunni sem við getum prjónað og gefa til leikskólanna sem þetta þiggja. Öll börn verða þá með hlýjar hendur, fætur og höfuð í útvistinni þó eitthvað gleymist heima eða týnist í dagsins amstri.

Hægt verður að nálgast einfaldar uppskriftir hér í Bókasafninu og garn.

Við tökum þakklátum höndum við afgangs garni sem leynist heima og að sjálfsögðu vettlingum, sokkum og húfum.

Síðasta þriðjudag hvers mánaðar klukkan 14.00 er samverustund í safninu þar sem hægt er að koma með vettlinga, sokka, húfur eða garn og/eða setjast niður og prjóna góðum hópi. 15% afsláttur verður í Ráðhúskaffi á þessum tímum.

 

Allar frekari upplýsingar má nálgast hjá Önnu Margréti verkefnisstýru Bókasafns Reykjanesbæjar í gegnum netfangið anna.m.olafsdottir@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6774.