Ljósmyndasýningin „Bleik“

Í tilefni vitundavakningarátaksins Bleikur október hefur ljósmyndasýning á vegum Krabbameinsfélags Suðurnesja verið sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar. Opnun sýningarinnar og kynning á nýrri Bleikri slaufu fór fram föstudaginn 28. september kl. 19. Léttar veitingar og allir velkomnir!

Líkt og síðustu 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuði baráttu gegn krabbameini hjá konum. Ljósmyndasýningin er liður í því að vekja athygli á mikilvægi skimunar gegn krabbameini og er markmiðið að hvetja konur til þess að fara í brjósta- og leghálsskoðun.

Í ár er fókusinn settur á vinahópa, vinnustaði og saumaklúbba sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá sem greinast með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.