Notaleg sögustund með Höllu Karen: Latibær

Laugardaginn 27. apríl kl. 11.30 er Notaleg sögustund með Höllu Karen.

Að þessu sinni syngur Halla Karen og segir sögur úr Latabæ.

Áfram Latibær var fyrst gefin út árið 1995 af Magnúsi Scheving en sagan var síðar sett upp sem leikrit og sjónvarpsþættir sem notið hafa vinsælda um allan heim.

-----------------

Sögustundir Höllu Karenar hafa notið mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar og er hún á dagskrá í bókasafninu síðasta laugardag hvers mánaðar. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. 

Tilboð á Ráðhúskaffi fyrir börn - 1/2 panini og safi/kókómjólk á 500 kr