Námskeið í myndasögugerð með Lóu Hlín

Myndasögustund

 

Myndasögur Lóu Hlínar eða Lóuboratoríum birtast reglulega  og hefur hún verið með sýningar víða. Í tilefni myndasögusýningar hennar Gamandrama sem nú er í gangi í Bókasafni Reykjanesbæjar verður Lóa Hlín með námskeið í myndasögugerð. 

Námskeiðið fer fram í Bókasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 17. mars frá klukkan 12.00 - 16.00.

Á námskeiðinu verða gerðar léttar og skemmtilegar æfingar sem henta fyrir byrjendur sem og lengra komna. Hvorki teiknikunnátta né kímnigáfa eru nauðsynleg. Það eina sem þarf að koma með er áhugi og forvitni.

 

Athugið að skráning er nauðsynleg og námskeiðið er hugsað fyrir alla áhugasama, óháð aldri og fyrri störfum.

 

Skráningareyðublað

 

loa