Mömmu & ömmukvöld: Sigga Dögg les upp úr kynVeru

Sigga Dögg kynfræðingur les fyrir mömmur og ömmur upp úr nýútkominni bók sinni kynVera fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.

KynVera fjallar um líkamann og ástina og fyrstu skref ungs fólks í kynlífi. Nú er kjörið tækifæri til að hverfa aftur til fortíðar og rifja upp hvernig það var að vera unglingur og fá innsýn í hugarheim unglinga í dag.

Sigga Dögg er kynfræðingur og rithöfundur úr Reykjanesbæ og hefur unnið við kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins frá árinu 2010. Í gegnum fræðsluna hefur hún fundið æpandi þörf fyrir meiri umræðu um kynlíf, samskipti, samþykki og ástina frá sjónarhorni unglinga. Í bókinni birtast því raunverulegar samræður og spurningar sem unglingar hafa spurt að í kynfræðslu en einnig hlutir sem höfundur upplifði sjálf sem unglingur. Sagan er lauslega byggð á uppvexti höfundar þegar hún var unglingur í Keflavík.