Misstir þú af bókakonfekti?

Árlegt bókakonfekt bókasafnsins fór fram í nóvember sl. Á Bókakonfekt barnanna mættu rithöfundarnir Bergrún Íris og Þorgrímur Þráinsson og lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum: Boðið var upp á tónlistaratriði með strengjasveit ungra nemenda frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Á Bókakonfekt fullorðinna mættu rithöfundarnir Karl Ágúst Úlfsson, Eva Björg Ægisdóttir, Fritz  Már Jörgensson og Amanda Líf Fritzdóttir. Tónlistaratriði með jólaívafi var í boði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.


Vegna fjöldatakmarkana var streymt frá Bókakonfekti og er enn hægt að horfa á viðburðina í meðfylgjandi hlekkjum.

Bókakonfekt barnanna:
Bókakonfekt fyrir fullorðna: