Loksins komin tími á sumar... ræktun!

Létt og skemmtilegt spjall um forræktun sumarblóma og matjurta með Berglindi Ásgeirsdóttur, garðyrkjufræðingi. Farið verður yfir grunnatriði sáningar blóma og kryddjurta.
 
Á sama tíma verður boðið upp á skiptimarkað með fræ þar sem hægt er að mæta með sín og fá skipt út fyrir annað.
 
Hvar: Bókasafni Reykjanesbæjar, miðjan
Hvenær: Þriðjudaginn 7. mars kl. 19.30
 
Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.