Lestur er bestur - fyrir jörðina

Bókasafnsdagurinn og Dagur læsis. Þemað í ár er „Lestur er bestur – fyrir jörðina“.

Upplýsing, fagfélag á sviði bókasafns- og upplýsingafræða,  í samvinnu við bókasöfn í landinu gengst fyrir Bókasafnsdegi miðvikudaginn 8. september 2021. Markmið dagsins er tvíþætt:

1) að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu
2) vera dagur starfsmanna safnanna.

Kannski hafa bókasöfnin aldrei verið eins mikilvæg og nú á tímum covid, einangrunar, kvíða og óvissu í samfélaginu. Upplýsing hvetur því alla að taka þátt og vekja athygli á starfi safnanna í sínu nærumhverfi.

Bókasafnsdagurinn beinir augum þjóðfélagsins að mikilvægi bókasafna í samfélagi í þeim tilgangi að fá jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum.  Við hvetjum bókasöfn til þess að vera í sambandi við fjölmiðla í nærumhverfi.

Til hamingju með daginn!