Leshringur: Lífið á ísskápshurðinni

Lífið á ísskápshurðinni

 

Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar hittist þriðjudaginn 20. febrúar klukkan 20.00.

Að þessu sinni er bókin Lífið á ísskápshurðinni, eftir Alice Kuipers, til umfjöllunar. Þýðandi bókarinnar Kolbrún Björk Sveinsdóttir kemur í Leshringinn og spjallar um bókina.

Leshringurinn hittist á neðri hæð safnsins að þessu sinni þar sem námskeið um Njáls sögu fer fram á efri hæðinni. 

 

Heitt á könnunni og allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.