Leikjatölvur til afnota í bókasafninu

Vorið 2018 framkvæmdi Bókasafn Reykjanesbæjar Krakkakosningar samhliða sveitarstjórnarkosningum.

Þar var spurt út í hvað krakkarnir vildu helst gera í bókasafninu og var tölvuleikjaspil langvinsælasta afþreyingin sem krakkarnir völdu. 

Nú verður hægt að spila fjölda leikja í gamaldags Nintendotölvum í Búrinu, á neðri hæð safnsins alla miðviku- og föstudaga kl. 16-18 og annan laugardag í mánuði kl. 11-17. 

Skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna!