Krakkajóga með Sibbu í streymi

Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ býður Bókasafn Reykjanesbæjar upp á krakkajóga með Sibbu laugardaginn 10. október kl. 11.30 í streymi á facebook síðu safnsins.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir leikskólakennari og jógaleiðbeinandi leiðir tímann þar sem farið verður í skemmtilegar æfingar, öndun og slökun. 

Tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna!