Jólaskiptimarkaður

Fimmtudaginn 5. desember kl. 16.00 - 20.00 verður haldinn jólaskiptimarkaður í bókasafninu. Þar geta allir mætt með notuð (en vel farin og hrein) leikföng, spariföt og tekið sér nýja/notaða hluti heim í staðinn. Markaðurinn er fyrir bæði barna- og fullorðinsfatnað.
 
 
Kjörið tækifæri fyrir fólk til þess að losa sig við hluti fyrir jólin og ná sér í jólagjafir. Endilega komið skilaboðunum áleiðis til jólasveinanna - fullt af sniðugum gjöfum í skóinn!
 
Á sama tíma opnum við umhverfisvæna innpökkunarstöð þar sem bæjarbúar geta komið og pakkað inn jólagjöfunum úr ýmsum pappír sem til fellur í Bókasafninu. Einnig verður hægt að sauma sinn eigin fjölnota jólapoka á staðnum.