Gamandrama

Gamandrama

 

Fimmtudaginn 8. mars klukkan 17.00 opnar myndasögusýning Lóu Hlínar eða Lóuboratoríum í Bókasafni Reykjanesbæjar. Sýningin verður sett upp í teiknimyndasögu- og unglingahorni safnsins og mun standa í 6 vikur.

Myndasögur Lóu Hlínar eða Lóuboratoríum birtast reglulega í tímaritum og ljósvakamiðlum. Hefur hún einnig verið með sýningar víða. Lóa Hlín er einnig í hljómsveitinni FM-Belfast og þann 26. janúar sl. var verkið Lóaboratoríum frumsýnt í Borgarleikhúsinu.

Þessi kröftuga listakona býður einnig upp á námskeið í teiknimyndasögugerð hér í Bókasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 17. mars.

Á námskeiðinu verða gerðar léttar og skemmtilegar æfingar sem henta fyrir byrjendur sem og lengra komna. Hvorki teiknikunnátta né kímnigáfa eru nauðsynleg. Það eina sem þarf að koma með er áhugi og forvitni.

 Skráning á námskeið í teiknimyndasögugerð.

 

Allir hjartanlega velkomnir.

 

loahlin