Foreldramorgunn: Ungbarnanudd

Á næsta foreldramorgni, fimmtudaginn 15. nóvember kl. 11-12 kemur Dagný Erla Vilbergsdóttir frá modurafl.is og fræðir um ungbarnanudd.

Dagný sýnir nokkrar strokur og geta foreldrar fylgt eftir og nuddað börnin sín. Nuddolía verður á staðnum fyrir þá sem vilja og þá mælum við með að taka með handklæði. 

Ungbarnanudd losar um spennu, bætir svefn, eykur vellíðan, þroska og öryggistilfinningu og hefur mjög víðtækan ávinning fyrir barnið og tengsl milli barnsins og foreldra. 

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 11 í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Boðið er upp á fræðsluerindi annan hvern fimmtudag en hinn fimmtudaginn geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað, drukkið kaffi og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.

Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á notalegt umhverfi fyrir foreldra og börn. Í barnahorninu eru dýnur, leikföng, góð skiptiaðstaða er á salerni og gott aðgengi fyrir barnavagna, bæði inni í safninu og fyrir utan.