Foreldramorgunn: Taubleyjur fyrir byrjendur

Hefur þig langað til þess að kynnast taubleyjum og vita hvort þær eru fyrir þig og þitt barn?  Fyrsti foreldramorgunn vetrarins verður haldinn næstkomandi fimmtudag 26. September kl 11.00 mun ein af höfundum bæklingsins; Taubleyjur fyrir byrjendur, mun koma til okkar og fara yfir allt sem við kemur taubleyjum.  Einnig verða gefin nokkur góð ráð þegar kemur að umhverfisvitund inn á heimilinu. 

Farið verður í muninn á ólíkum tegundum bleyja, hversu margar bleyjur þarf að eiga, hvað er eiginlega Pul poki, hvað er gert við skítuga bleyju og hvert fer eiginlega kúkurinn? 

Spennandi og áhugavert erindi, heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.