Foreldramorgunn: RIE uppeldisaðferðin

RIE uppeldisaðferðin

 

Fimmtudaginn 25. janúar klukkan 11.00 kemur Kristín Maríella og fjallar um RIE uppeldisðaferðina.

 RIE stendur fyrir Resources for Infant Educarers en er oft þekkt sem Respectful Parenting eða Mindful Parenting. Kristín Maríella notast við  ,,Virðingarríkt Tengslauppeldi" sem íslenska þýðingu á hugmyndafræðinni.

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga í Bókasafni Reykjanesbæjar frá klukkan 11 - 12. Í annað hvert skipti er boðið upp á fræðslu sem tengist barnauppeldi og foreldrahlutverkinu. 

Í Ráðhúskaffi er boðið upp á 15% afslátt þegar Foreldramorgnar eru.

 

Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.