Foreldramorgunn - skyndihjálp fyrir ungabörn/börn

Fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 11.00 verður Foreldramorgunn í Bókasafni Reykjanesbæjar. Að þessu sinni verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins. Námskeiðið miðar að ummönnun ungra barna og hvernig skal bregðast við ef slys ber að höndum. 

Hvar: Miðjan í bókasafninu
Hvenær: 23. febrúar kl. 11.00

 

Foreldrar hjartanlega velkomnir með krílin og erindið er ókeypis.

 Notalegar stundir foreldra og ungbarna í hverri viku. Við hittumst í barnadeildinni á efri hæð safnsins.

Hópurinn er á facebook - hann má finna hér!