Foreldramorgunn: Meðvitað og virðingarríkt uppeldi

Á næsta foreldramorgni, fimmtudaginn 2. maí kl. 11-12 kemur Guðrún Birna le Sage Fontenay markþjálfi og ræðir um meðvitað og virðingarríkt uppeldi.

Guðrún Birna er stofnfélagi í félaginu Meðvitaðir foreldrar - virðing í uppeldi sem heldur mánaðarlega foreldramorgna- og kvöld með fræðsluþema í anda uppeldisnálgunarinnar RIE. Einnig stendur hópurinn fyrir hlaðvarpi og bókaklúbbi um sama efni og pop-up ævintýraleikvöllum fyrir börn. Að auki rekur Guðrún síðuna ahamoment.is.

------------

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 11 í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Boðið er upp á fræðsluerindi annan hvern fimmtudag en hinn fimmtudaginn geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað, drukkið kaffi og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.

Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á notalegt umhverfi fyrir foreldra og börn. Í barnahorninu eru dýnur, leikföng, góð skiptiaðstaða er á salerni og gott aðgengi fyrir barnavagna, bæði inni í safninu og fyrir utan.