Foreldramorgunn: Kvíði lítilla barna

Á næsta foreldramorgni, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 11 verður fjallað um kvíða lítilla barna. Hanna Bizouerne sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni heldur erindi um fyrirbyggjandi uppeldisaðferðir og hvernig hægt er að koma auga á kvíðaeinkenni hjá litlum börnum. 

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 11 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Boðið er upp á fræðsluerindi annan hvern fimmtudag en hinn fimmtudaginn geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað, drukkið kaffi og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.

Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á notalegt umhverfi fyrir foreldra og börn. Í barnahorninu eru dýnur, leikföng, góð skiptiaðstaða er á salerni og gott aðgengi fyrir barnavagna, bæði inni í safninu og fyrir utan.