Eldgos og jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur verður með erindi og svarar spurningum í Bókasafni Reykjanesbæjar mánudaginn 31. maí kl. 20.00

 Eldgos á Reykjanesi hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 kl. 20:45 og hefur fjöldi fólks horft á öflugt gosið og dáleiðandi hraunfossa.

Þegar jarðskorpan minnir á sig er Páll Einarsson jafnan kallaður til vegna þekkingu sinnar og einstakrar lagni til að útskýra flókin jarðvísindin á þann hátt að allir skilja og hrífast með. Páll er prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hefur rannsóknaraðstöðu við Jarðvísindastofnun Háskólans.

Öll hjartanlega velkomin.

Grímuskylda  og öllum sóttvörnum fylgt.

Dagana 27.maí - 6. júní 2021 fer fram jarðvangsvika á Reykjanesi. Markmiðið er að gefa íbúum og gestum kost á að kynnast jarðsögu og menningu svæðisins með fjölbreyttum uppákomum.