Jólabókabíó: The Polar Express

Föstudaginn 30. nóvember kl. 16.30 verður jólamyndin The Polar Express sýnd í Bókabíó Bókasafns Reykjanesbæjar. 

Myndin er byggð á samnefndri bók og hentar börnum frá 6 ára aldri. 

Myndin er í 95 mínútur, með ensku tali og íslenskum texta. Tilvalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að mæta í bókasafnið og horfa á mynd saman í notalegri stemningu. 

Ráðhúskaffi er með tilboð: Frappuccino og kleinuhringur á 850 kr.