Bókabíó - Hook

Hook

 

Föstudaginn 27. apríl klukkan 16.30 verður myndin Hook sýnd í Bókabíói Bókasafns Reykjanesbæjar, en hún fjallar um ævintýri Péturs Pan.

Þann 9. maí árið 1860 fæddist skoski rithöfundurinn James Barrie. Hann er hvað þekktastur fyrir að skapa hann Pétur Pan sem margir þekkja. Leikritið Pétur Pan, um drenginn sem neitar að verða fullorðinn, var frumsýnt 27. desember árið 1904. Barrie skrifaði síðan skáldsögu upp úr leikritinu og hún kom út árið 1911. Bæði leikritið og sagan hafa notið gríðarlega vinsælda. Barrie lést árið 1937.

Kvikmyndin Hook kom út árið 1991 og er leikstýrt af Steven Spielberg. Með aðalhlutverk fara Dustin Hoffman, Robin Williams og Julia Roberts. Myndin er 136 mínútur.

Í kvikmyndinni takast erkifjendurnir Pétur Pan og Kafteinn Krókur á en Pétur Pan snýr aftur til Hvergilands sem fullorðinn maður í leit að börnunum sínum sem hefur verið rænt.

Tilboð í Ráðhúskaffi.

Enginn aðganseyrir er í Bókabíó og allir eru hjartanlega velkomnir.