Afmælissýning Bókasafns Reykjanesbæjar

Bókasafn í 60 ár

 

Í tilefni 60 ára afmælis Bókasafns Reykjanesbæjar er sýning um þróun íslenskra bókasafna og sögu Bókasafns Reykjanesbæjar í Átthagastofu.

 

Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur var formlega opnað 7. mars 1958  á efri hæð íþróttahúss barnaskólans og byggir á gömlu lestararfélögunum. 

Margs konar munir eru á sýningunni sem sýna þær breytingar sem orðið hafa í bókasafnsheiminum á síðustu 100 árum. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins.

 

Verið velkomin í Átthagastofu