Menningarkort Reykjanesbæjar

Menningarkort

Menningarkort Reykjanesbæjar fæst hér í Bókasafni Reykjanesbæjar en einnig í Duus Safnahúsum og í Rokksafni Íslands.

Kortið er frábær fjárfesting en það kostar einungis 3.500 krónur og veitir handhöfum aðgang að söfnunum ásamt bókasafnskorti sem gildir út árið 2018.

Handhafar kortsins fá einnig 10% afslátt í safnbúðum ofan taldra safna, afslátt á ýmsa viðburði, sýningar og þjónustu á vegum menningarhópa og stofnana í bæjarfélaginu.