BIÐLISTI - Teikninámskeið

Teikninámskeið

 SKRÁNING Á BIÐLISTA

Þriðjudaginn 17.nóvember hefst teikninámskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þórarinn Örn kennir námskeiðið en unga listafólkið ræður viðfangsefninu sjálft og getur sótt innblástur frá bókum í safninu.

Þórarinn leggur áherslu á að kenna grunnþætti forma, skyggingu og hvernig er hægt að beita þeim í að teikna ævintýraverur, landslag eða það sem vilji er fyrir að teikna.

 Námskeiðið er frítt en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

 Námskeiðið verður í 2 vikur, á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 16.00 til 18.00