Hrafnkels saga og Gunnlaugs saga - námskeið

Námskeið um Hrafnkels sögu og Gunnlaugs sögu hefst í Bókasafni Reykjanesbæjar þriðjudaginn 11. október klukkan 19.30.

Þorvaldur Sigurðsson bókmennta- og íslenskufræðingur stýrir námskeiðinu sem verður í 4 skipti; þriðjudagana 11. október, 18. október, 25. október og 1. nóvember. Námskeiðið hefst klukkan 19.30 og lýkur klukkan 21.30.

Verð fyrir námskeiðið er 4000 krónur og er kaffi og meðlæti innifalið. 

Athugið að skráning er nauðsynleg en hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins eða með því að smella hér.